Friday, September 21, 2007

You say you've gone away from me but I can feel you when you breathe

Til hamingju með 73 ára afmælið Leonard. Ég tók fram nýjustu endurútgáfuna af Songs from a room í dag, hlustaði á "Bird on a Wire" og lét það gott heita. Það eru reyndar tvö ár síðan ég hef hlustað mér til ánægju á þennan meistara, hvað veldur er ekki gott að segja. Í tilefni afmælisins kemur næsta holskelfa endurútgáfna út 1. október og get ég ekki sagt að ég sé sérlega spenntur, þó á ég eftir að sjá aukalögin sem bætt hefur verið aftan við verkin til að fá menn eins og mig til að kaupa þau í þriðja skiptið. Kannski geri ég það, kannski ekki, mæli þó með að endurútgáfunni á fyrstu tveimur plötunum, en peningunum í þessa útgáfun af Songs of Love and Hate var ekki sérlega vel varið, og eiginlega var ég að vonast eftir betri hljómgæðum af Songs from a Room en úr varð. Frumraun skáldsins á tónlistarsviðinu verður síðan endurútgefni á þungum vinyl 4. október og mun ég ekki láta þá útgáfu mér úr greipum ganga og vonast svo til að Songs from a Room fylgji í kjölfarið, en er ég enn að vonast eftir betri hljómgæðum á því meistaraverki. Varðandi Cohen þá hef ég tekið fram pennann og bækurnar aftur.

2 Comments:

Blogger Sölvinn said...

http://geoffklock.blogspot.com/2007/09/commercials-bob-dylan-and-victoria.html

Bob Dylan � n�rfata augl�singu. Fullkomin samsetning?

12:41 AM  
Anonymous Anonymous said...

Ok! Hér er komment. Þú veist auðvitað afhverju. Takk fyrir að hleypa okkur sauðsvörtum almúganum að.

Kveðja,
Ingi

5:42 PM  

Post a Comment

Subscribe to Post Comments [Atom]

<< Home