Thursday, April 16, 2009

They call me Pinetop Perkins, they call me the grindin’ man



Og maður veltir því fyrir sér hversu oft Pinetop hafi tekið "Got My Mojo Working" og hvað hafi orðið til þess að hann samdi sönginn um sjálfan sig?

Thursday, November 27, 2008

á bekknum talaði skáld

Nú er það svart.

Ég hélt að ég ætti aldrei eftir að sjá Eyvind Karlson koma ríðandi á flóðhesti útaf Kaffi Rósenberg í grenjandi byl og stórhríð, um kolniða nótt.

Eftir góðærið koma timburmennirnir og negla og saga í hausinn á þér. Sjálfur er ég ferðbúinn. Búinn að dæla á mynkörfutækið (þó ég geti bara dælt fyrir þúsundkall). Enginn sérstakur áfangastaður. Bara brauðristin í skottinu, svo þetta verðum ég og þú og samræðulistin. Reyndar er diskur með Járn&Víni í spilaranum, ef ske kynni að upp kæmu vandræðalegar þagnir.

bmh says: en bara ef skógarþrestir mega horfa.

skrifað undir tónum járn&vín

Morgunroðinn ilmaði eins og sígin grásleppa því að englanefinu var farið að hvítblæða þar sem upp hefur komist að ég eigi í sjálfkynhneigðu ástarsambandi við mitt lægra sjálf. Ég hef engum sagt þetta fyrr og nota því tækifærið til að segja af mér og stofna nýjan flokk, reistum á gömlum merg í því skyni að mynda heilbrigðari sambönd við þá látnu sem báðu mig að skila því til ykkar; að láta lífið í léttu rúmi liggja frekar en að gera of mikið úr því.

Síðustu nótt skrapp ég inn á kaffi hljómalind þar sem Bonnie Prince Billy og Emiliana Torrini sátu saman og drukku blómate við lítið tveggja manna borð með krúttlegum borðdúk. Hinu megin sat Sölvi Úlfsson með litlu dóttur Þórdísar Björnsdóttur í kjöltu sinni, og settist ég hjá þeim þó mig hafi langað meira í hitt kompanýið, þá skorti mig kjark. Ætlaði svo að fara að spjalla við Sölva þegar ég fattaði að ég var einugis þarna í anda.

bmh says: en ég meina, vá!
hsae says: þú meinar

Saturday, November 15, 2008

Mér þykir góður ruddi, segir hann Tuddi



Það var orðið áliðið þegar ég gekk aftur heim í selið. Áfengisglaðar raddir bárust frá svölum blokkarinnar þar sem fólkið stóð saman í þyrpingu og óf ósýnilegan hljóðvef til að lengja aðeins í einmanaleika nágrannans.
Dyrnar út á pallinn voru opnar ef ske kynni að einhvern gest af Moe´s bar vantaði gistingu, en því var vitaskuld ekki að heilsa, þó maður hefði feginn þegið félagskapinn þá fagnaði ég í laumi því að hafa þó plötusafnið óáreitt, um stundarsakir amk.

Ég var að hugsa um hljómsveitna Matching Mole, en nú er svoleðis framúrstefnumúsík orðin gamaldags og það að vera gamaldags er orðið framúrstefnulegt.


Áðan rak ég loppuna í Thule dós sem ég átti undir borði, opnaði hana og fékk mér nokkra sopa. Áhrifin af ölinu leiddu hugann að hálfkláraðri smásögu sem ég á í stílabók um listamann sem málar tré.

Enn heyrast skellir frá nágrönnunum þegar ég fer út á pallinn minn góða til að sýna umheiminum þakklæti með framkreistu smæli.

Í kvöld pantaði ég báðar Matching Mole plötunar á vinyl. Aðallega sökum þess að það er ætlast til um að til sé moldvarpa fyrir sérhvern akur. Bráðum verða því tvær fyrir minn, tvær fyrir einn, en hinn helminginn vantar, vegna þess að ég reyndi að helminga okkur en þá pössuðum við ekki saman, þangað til þú sagðir mér að þetta hefði ekkert með stærð að gera. Vegna þess varstu líka reið því að ég braut gleraugun þín.

Í kvöld koma konur niður gardínurnar.

Wednesday, November 12, 2008

Amma, gefðu mér grásleppu, af því að hún er svo góð

Thursday, October 30, 2008

steinn steinarr (þó ég sé löngu vaxinn uppúr honum)

Færslan er skrifuð í tilefni útgáfu Steintrésins á enska tungu en ég vil ekki gera neinum það til geðs að skrifa færsluna upp á tunguna atarna, og hefur ástandið bara ekkert með það að gera þó ég hafi hoppað í ástandið sl. föstudagskvöld á hagamelnum þar sem strákarnir vildu meina að "Hey Bulldog" væri vanmetnasta bítlalagið og reyndi ég að vera sammála þó ég vær ekki viss í minni sök.

Þekkti ég eitt sinn gamlan mann var snillingur í að leika gamla hunda úr Vopnafirði og veitti það mér mikla kátínu að sitja við borð í eldhúsinu og horfa á hann á fjórum fótum á trégólfinu, vera að leika löngu dauðan kjölturakka sem eitt sinn hafði verið góður fjárhundur þó svo eigandinn hafi verið frægur fyrir að vera með eindæmum fastheldinn á fé.

Ljóstra ég því upp að ég hefði feginn tekið að mér að lesa Steintréið í handriti. En hlakka ég núna til að lesa um Steindýrin eftir Geggið og finna þar tengingar því óhjákvæmilega hljóta að liggja ljósir sem duldir þræðir milli Steintrjáa og Steindýra?

Vona ég líka að morgundagurinn beri gleðifréttir í skauti sér en i kvöld hef ég verið að lesa og skrifa ljóð milli þess sem ég hef hlustað á Járn&Vín og labbað af og til út á pall til að sýna alheiminum þakklæti.

Mig langar í steinolíulampa.

Saturday, August 02, 2008

svík þú aldrei ættland þitt í tryggðum

Fer fljótlega að fara að hella mér upp á fagurgrænan andskota. Bíddu. Kominn aftur. Ferskar aðfluttar jurtir saman við vatn og epli. Var að fá mér sopa. Það er allt í lagi með þetta elskurnar.

Að mörgu leyti var þetta fallegur dagur nema hvað bruggtunnan dró mig á bæjarins bestu þar sem hann gerði kaupsamning um tvær með öllu. Suttu á eftir kom Bjartmar og keypti tvær og eina kók. Verst að ég kemst ekki á konsertinn með honum í kvöld sökum vaktar. Pylsuferðin orsakaði að ég klíndi sinnepi í jakkann frá Sævari Karli sem ég keypti á hjálpræðihernum og þarf þess vegna að fara með hann í hreinsun.

Er að hlusta á Megas og Senuþjófana,,, plötuna sem ég heyrði í mars,,, daginn sem upptökunar fóru fram. Áhugavert að heyra lokaniðurstöðurnar.

Ekki orð um Tómas Waits að þessu sinni.

Var að klára grænkuna....

Líður alveg ágætlega

Kvöld gongyo og svo vakt.

Saturday, July 19, 2008

I hope this song will guide you home



Þetta er fallegur dagur og þess vegna pósta ég þessu vídeói. Ég og Iron and Wine áttum okkar stund saman í Vínarborg, fyrr á árinu.


I am thinking it's a sign that the freckles
In our eyes are mirror images and when
We kiss they're perfectly aligned
And I have to speculate that God himself
Did make us into corresponding shapes like
Puzzle pieces from the clay
True, it may seem like a stretch, but
Its thoughts like this that catch my troubled
Head when you're away when I am missing you to death
When you are out there on the road for
Several weeks of shows and when you scan
The radio, I hope this song will guide you home.
(postal service)