Tuesday, May 20, 2008

dagbókarbrot

dagurinn byrjaði á glæsislega útlátnum morgunverði. bílstjórinn hafði þó ekki sofið vel sökum kvíða, þá aðallega vegna ferðalagsins framundan og líka vegna komandi beltaferða. (og til að fyrirbyggja allan misskilning, þá tengdust öryggisbeltin í Runónum, ekki kvíðanum á nokkurn hátt). Það gekk ekki þrautarlaust að koma sér út Mílanó. Gátum þó drepið tíman með spjalli frá gærdeginum þar sem við vorum svo heppnir að hitta Dení og Dóru og sjá Billa á Horror kaffinu.

Eftir töluverða sveitakeyrstu komumst við loks á beinu brautina. Ry Cooder hljómaði í eyrum.

Tókum stefnuna að forölpunum. En fljótlega fóru vegtollar að leika fátæka ferðalanga grátt.

B: Nú komum við bráðum inn í borgina. Ætli þeir rukki okkur ekki um enn einn vegtollinn?H: Jú, sennilega. Við verðum bara að brosa og borga.B: Já, komumst víst ekki hjá því. Ekki nema okkur takist að fljúga yfir hliðin.H: Eða gera okkur ósýnilega.B: Já, hugsaðu þér. Ef maður gæti verið ósýnilegur.H: Hvað myndir þú gera ef þú værir ósýnilegur?B: Ég mundi gera alls konar hluti. Myndi labba inn á Dylan-tónleika alveg án þess að vera með miða.H: En mundirðu ekki fara í kvennaklefann?B: Ha? Kvennaklefann...H: Í sundi, meina ég.B: Já. Neeeei...nei, ég er nú ekki haldinn neinum svoleiðis fýsnum.

Í Genf tók ökumaður margar rangar beygjur, þangað til hann endað í niðurgröfnu einkastæði. Shotgun-inu var ekki skemmt, en ákvað að halda friðinn, svo hann tók upp harmonikkublús sem bæti andrúmsloftið verulega en jafnframt gátum við þakkað fyrir að vera ekki á sjálfskiptum. Einkastæðið var kvatt með vel útlátnum, göfgafullum staumum, gulum að lit. Samþykkt var splæsa rándýrri hótelgistinu fyrir Runóinn.

Á St. James lagði bílstjórinn sig á meðan undirritaður tók upp tólið og hringdi í mann sem vildi komast yfir aukamiðann. Við mæltum okkur mót við Migros, auðkennið var skærgul skyrta.
Kebab og bjór og tríó var myndað. Sest í sæti og Bob Dylan taldi í "Cats in the Well". Magnaður konsert,,, loksins fékk ég "Simple Twist", og þá var lífstakmarkinu að mörgu leyti náð.

Dillað sér í sætum,,, mikið stuð,,, "Thunder on the mountain" ætlaði að lyfta þakinu af höllinni.

Gengum sælir út í svissnesku vornóttina. Leituðum að bifreið nýja félaga okkar, en sætaskipan frá því árinu áður var þó breytt. Gallar aðildar að EES, ræddir, við mismikinn áhuga og áhugaleysi. Tilt sér á knæpu. Heimsókn í sameinuðu þjóðirnar ákveðin daginn eftir.

En auðvitað þurfti símtal með slæmum fréttum að spilla góðum degi,,, en útkeyrðir flakkarar héldu uppá hótel þar sem meðal annars eitt stykki hjónarúm kom skyndilega í ljós án leitar. Rúmin voru þó tvö, sem betur fer.

Ég bið að heilsa ykkur.


http://www.meetup.com/members/262815/

3 Comments:

Blogger Hjalti said...

Harmonikkublúsinn kom ævinlega í góðar þarfir þegar útlitið virtist ætla að dökkna. Skora hér með á GÞÓ að fleygja eintaki upp á svið á mánudagskvöldið. Gæti komist í heimspressuna sem furðufrétt: Ljóðskáld kastar bók eftir sjálft sig til Bobs Dylan. "Hann hefur gefið mér svo mikið og ég ákvað að nú væri tímabært að gefa honum eitthvað í staðinn."

1:18 PM  
Blogger Þinn afturgengni sonur said...

´ég bið að heilsa þér´ætti öllu betur við þar sem minnst er á Bob sjálfan. Bara snúa verkinu á ensku sem fyrst. Það ætti að hafast fyrir konsert.

Hamborgarinn hefði betur mátt vera spínatpitza, þó ég efist um að bolognísku mæðgurnar bjóði uppá nokkuð slíkt.
Nú er bara að snúa á ítölsku og senda þeim uppskriftina:

Spínatpítsa með speltbotni. Spínat, chili, hvítlauk, tómat og ólífolíu í matvinnsluvél. Notað sem mauk og stráð yfir ólífur, sveppi og papriku. Líka slatta af tímían og rósmarín í maukið.

2:38 PM  
Anonymous Anonymous said...

On a rainy night
we ate at the Solfarid
in your car

it was very funny and very unromantic
but still, so romantic

I was helpless
and very cheery
you didn´t like my sense of humour

"We drove that car as far as we could"
but you needed to pee

I will never know
if you would´ve like to use my toilet
to pee

4:29 AM  

Post a Comment

Subscribe to Post Comments [Atom]

<< Home