Wednesday, May 14, 2008

Er á vaktinni

Hef stolist aðeins í súkkulaðikex og upptöku af fyrsta Cohen konsertnum. "Everybody Knows" og ég grét. Ætla næst að gráta í Manchester óperunni þann 17. júní, og 18., og 19., og 20..kannski er það Cohen sem er snillingur í ástarsorg. Sumir segðu að ástarsorg væri fyrir aumingja meðan aðrir létu mig kyngja þessu kjaftæði, En hvað segja menn eins og Gísli Þór Ólafson og Hjalti Snær Ægisson um málið? Eins og staðan er í dag á ég enga dyggari lesendur, en þá félagana. Grátlegt eitt og sér,,, þó ekkert sé að þeim eins og þeir eru.

Ölvir, Sion,,, og allir hinir! Eigið þið gítar?

ps

ætti ég að fá mér ljóðasafn Sigfúsar Daðasonar?

3 Comments:

Anonymous Anonymous said...

Á ég gítar? Svarið við þeirri spurningu væri líklega já og nei. Svarið við seinni spurningunni myndi ég hinsvegar segja að væri já.

7:09 PM  
Anonymous Anonymous said...

Ljóðasafn Sigfúsar er ágætt.

6:01 AM  
Blogger Hjalti said...

Ágætt í gömlu merkingu orðsins. Ekki hægt að mæla meira með öðrum ljóðasöfnum, þetta er einfaldlega meira páver en í öllu því rítalíni sem sprautunálaræningjar þessa lands hafa innbyrt samanlagt. Legg til að þú heimsækir mig einhvern virkan dag og við röltum saman útí Úlfarsfell og kaupum okkur sitthvorn Sigfúsinn, þótt ég eigi þá orginala sem fáanlegir eru. Best væri auðvitað að eiga allt orginal, en það er ekki hlaupið að því, fyrsta bókin kom bara út í 150 eintökum. Ekki einu sinni öruggt að mýrdalski pylsusalinn eigi eintak.

3:16 PM  

Post a Comment

Subscribe to Post Comments [Atom]

<< Home