Saturday, January 26, 2008

she belongs to you, me?

Svakalega sniðugt að spara sér internettengingu vegna ítalíuferðarinnar og flippa svo út á tollfrelsissvæðinu, spreðandi því sem nemur ársáskrift og rúmlega það í ipodtæki, farsíma, vínflöskur, auk þess fyllti ég greenday töskuna af dvd diskum: bleika pardus safnið, kubrick eins og hann lagði sig, Hitchcock dvd collection, Jack Nicholson early collection, Fast food nation, Neil Young-road rock, Other side of the mirror - the hardest thing for me you know, driving here was always looking in the mirror. Líklega gleymi ég einhverju, jú Buster Keaton. Fann reyndar nokkrar Kaurismaki myndir í Róm, hefði keypt þær væru þær ekki dubbaðar í ítölsku. Fattaði reyndar ekki fyrr en eftir á hversu sniðugt það hefði verið að koma með þær færandi hendi niður á Hagamel einhvern góðviðrisdaginn.

Hafði reyndar getað notað áfallahjálp þegar ég steig út í slabbið og veðravítið utan við bsí eftir að hafa flogið úr sólskíni og 15 stiga hita frá Rómarborg. Spurning hvort sviðakjammi hefði komið mér í einhvern Bjarna Thor fíling, efa það þó, enda hef ég þurrkað svið og annað kjötmeti útúr mínu lífi. Ég þori þó tæplega að ímynda mér hvernig ég hefði það í dag ef ekki væri fyrir þessa reisu, sökum almenns óveðursóþols og útþrárr sem var að sumu leyti fullnægt, í bili amk.

Annars eru væntanlegar myndir af Járni og Vín, en ég var þó ekki fullsáttur við útkomuna, kenni ég bæði um myndatökufærni minni og gæðum vélarinnar, en foralpinóran hefði betur munað eftir sinni.

0 Comments:

Post a Comment

Subscribe to Post Comments [Atom]

<< Home