Friday, May 16, 2008

punktar

Jæja nýlega splæsti ég síðasta rakvélablaðinu, er ég notaði sem vopn á 12 daga gamla skeggrót mína. En fjárhagsörðugleikar gera það að verkum að í fleiri blöð verður tæplega splæst fyrr en seðlar verða til (og gler). Vissulega kostar þetta alltsaman,,, en maður má telja sig ágætlega sloppinn með að þurfa ekki að eyða nema prósenti af því sem meðal kvenmaður á íslandi eyðir í snyrtivörur.

Skrollið nú niður og lítið á myndina af járni og víni.

En nú sé ég eftir að hafa ekki skilið amk eitthvað eftir, eins og punktinn góða,,, en aldrei skal ég skarta Abraham snyrtingunni, því ég gæti tæpast hugsað mér neitt hallærislegra en bassaleikarann í Mannfred Mann, 1968. og 37 árum síðar var Abraham enn ekki útdauður þó svo nú hafi punkturinn drepið hann. Það var daginn sem Ísak hætti á næturvöktunum á Kleppi og gamall punktakall hóf störf.

En að verða eins og Jár og Vín? Ég skal hugleiða það... amk kosti gæti ég splæst í reiðhjól úr Erninum ef ég neita mér um rakvélablöðin ein saman í nokkur ár. Og ef ekki verður það reiðhjól þá get ég varið peningunum í bækur um trúmál, aðallega á ensku þó,,, en fleiri þýðinga um búddisma eru væntanlegar á íslensku, þegar fram líða stundir.

Þá að skóbúnaði

En ég komst að því í dag að ég á næstum ónotað par af íþróttaskóm. Þetta kemur sér einstaklega vel á þessum síðustu og verstu tímum, þegar allt skótau mitt er útgengið og royal parið úr Steinarri Waage kostar svipað og tveir miðar á Ljónharð Cohen í Manchester óperunni. Eigum við að halda áfram að leika okkur með tölur? Nei ekki í kvöld. Samt gaman að skoða hvað menn setja í forgang. Vissulega færi ég frekar berfættur í óperuna, en svona er lífið, hvað um það?

Er annars að vonast til að Gísli fari að blogga eitthvað um Roy Orbinson.

1 Comments:

Blogger Hjalti said...

Ég hlakka til að fá Mannlegu byltinguna í íslenskri þýðingu, hún mun sóma sér vel í hillunni við hlið Skóhornsins hans Gísla sem mun vonandi koma út um svipað leyti og þó kannski fyrr. Tign mannsins segja þeir, án þess að átta sig á því að orð eru dýr. Annars ekki skrýtið að Abraham skuli hafa orðið langlífur, það virðist fylgja nafninu. Skór eru líka nauðsynlegir, færðu mér stígvélin og skóna, en ég mun að öllum líkindum deyja án þess að hafa séð Cohen á tónleikum. Vonandi verð ég þó grafinn í góðum skóm. Skora á þig að kaupa rakvélablöð í Fríhöfninni, þau virðast enn vera ódýr þar, ólíkt öðru drasli.

3:11 PM  

Post a Comment

Subscribe to Post Comments [Atom]

<< Home