Thursday, October 30, 2008

steinn steinarr (þó ég sé löngu vaxinn uppúr honum)

Færslan er skrifuð í tilefni útgáfu Steintrésins á enska tungu en ég vil ekki gera neinum það til geðs að skrifa færsluna upp á tunguna atarna, og hefur ástandið bara ekkert með það að gera þó ég hafi hoppað í ástandið sl. föstudagskvöld á hagamelnum þar sem strákarnir vildu meina að "Hey Bulldog" væri vanmetnasta bítlalagið og reyndi ég að vera sammála þó ég vær ekki viss í minni sök.

Þekkti ég eitt sinn gamlan mann var snillingur í að leika gamla hunda úr Vopnafirði og veitti það mér mikla kátínu að sitja við borð í eldhúsinu og horfa á hann á fjórum fótum á trégólfinu, vera að leika löngu dauðan kjölturakka sem eitt sinn hafði verið góður fjárhundur þó svo eigandinn hafi verið frægur fyrir að vera með eindæmum fastheldinn á fé.

Ljóstra ég því upp að ég hefði feginn tekið að mér að lesa Steintréið í handriti. En hlakka ég núna til að lesa um Steindýrin eftir Geggið og finna þar tengingar því óhjákvæmilega hljóta að liggja ljósir sem duldir þræðir milli Steintrjáa og Steindýra?

Vona ég líka að morgundagurinn beri gleðifréttir í skauti sér en i kvöld hef ég verið að lesa og skrifa ljóð milli þess sem ég hef hlustað á Járn&Vín og labbað af og til út á pall til að sýna alheiminum þakklæti.

Mig langar í steinolíulampa.

1 Comments:

Blogger Hjalti said...

Birgir stendur á pallinum og hrópar af ánægju. Þetta er sama öskrið og hann öskraði um leið og hann hoppaði hæð sína í loft upp af ánægju eftir að hafa marið samstarfsmann sinn í skák, með hjálp frá einum tannlausum sjúklingi. G var stödd þar hjá (hún á þó ekki ættir að rekja á krókinn) og var bilt við, hún hugsaði með sér að vonandi ætti þessi piltungur aldrei eftir að heilsa sér of kumpánlega.

En svona er öskrið, öskrið táknar þakklæti til alheimsins en þó fyrst og fremst gleði. Matti Joh. öskraði líka þessu sama öskri þegar hann las ritgerð um Stein Steinarr, að Tíminn og vatnið væri ástarljóð til Louisu Matthíasdóttur, þótt núverandi talsmaður erfingja skáldsins væri því alfarið ósammála.

5:32 AM  

Post a Comment

Subscribe to Post Comments [Atom]

<< Home