Saturday, August 02, 2008

svík þú aldrei ættland þitt í tryggðum

Fer fljótlega að fara að hella mér upp á fagurgrænan andskota. Bíddu. Kominn aftur. Ferskar aðfluttar jurtir saman við vatn og epli. Var að fá mér sopa. Það er allt í lagi með þetta elskurnar.

Að mörgu leyti var þetta fallegur dagur nema hvað bruggtunnan dró mig á bæjarins bestu þar sem hann gerði kaupsamning um tvær með öllu. Suttu á eftir kom Bjartmar og keypti tvær og eina kók. Verst að ég kemst ekki á konsertinn með honum í kvöld sökum vaktar. Pylsuferðin orsakaði að ég klíndi sinnepi í jakkann frá Sævari Karli sem ég keypti á hjálpræðihernum og þarf þess vegna að fara með hann í hreinsun.

Er að hlusta á Megas og Senuþjófana,,, plötuna sem ég heyrði í mars,,, daginn sem upptökunar fóru fram. Áhugavert að heyra lokaniðurstöðurnar.

Ekki orð um Tómas Waits að þessu sinni.

Var að klára grænkuna....

Líður alveg ágætlega

Kvöld gongyo og svo vakt.

2 Comments:

Blogger Hjalti said...

Sinnepklessa í Sævarshjálpræðisjakka er ekkert sem bíótexið getur ekki lagað. Svo ætla ég að skella aðfluttu jurtunum eplinu og vatninu í sjötíuþúsundkrónablandarann, ásamt pínulitlu af möndlumjólk, sem þó er ekki aðflutt. Eins og góð víma. Veistu að gleðin er besta víman? En leðurblakan er horfin.

10:07 AM  
Anonymous Anonymous said...

eftir fall krónunar erum við að tala um 90.000kr

5:28 PM  

Post a Comment

Subscribe to Post Comments [Atom]

<< Home