Tuesday, June 10, 2008

Bob Dylan

Aukavaktakóngurinn og punktakallinn sátu yfir tilboðsbjór á Alþjóðahúsinu og rifjuðu upp fyrri konserta og spjölluðu almennt um veginn og daginn. Stór dagur var þetta vissulega, sá stærsti í þeirra tíð hvað varðar tónleikahald hér á landi. Eftir störtið var mígið og haldið með vagninum í átt að höllinni. Fámennt var við innganginn, en þetta er greinilega kosturinn við íslenskt tónleikahald að það eru fáar sálir sem leggja á sig að bíða við innganginn frá hádegi til þess að komast fáeinum sentimetrum nær goðinu. Í fyrsta skipti stóð ég upp við rekkverkið, nætum beint framan við píanó Bobs.


Svo vel var ég staðsettur að ég var við hlið Bob Dylan aðdáanda á Íslandi númer eitt. Ekki ónýtt að sjást við hliðina á honum. Kannski myndi það jafnast við að standa fremstur við hliðina á sýslumanninum, þegar Rolling Stones spila á Íslandi. Aftan við okkur voru menn sem voru að ekki aldeilis að sjá Bob í fysta skipti en á hina hliðna voru táningshnátur sem eigi voru skriðnar úr móðurkviði þegar Bob kom hingað fyrst fyrir 18 árum. Óttaðist ég skvaldur og ónæði af þeirra völdum en sá ótti var sem betur fer óþarfur. Klukkutímabið fór í spjall og að hlusta á blússöngva sem ég ætla að vona að Bob hafi valið, og aldrei man ég eftir að biðin hafi tekið eins stuttan tíma og þetta kvöld. Sýslumaðurinn var í húsinu.

Yoko Ono haltraði um sviðið og nokkrum sinnum snéri ég mér við til að taka út mætinguna. Sjálfur var ég ekkert var við loftleysi, né heldur truflaði hæðin á sviðinu mig nokkuð.

Mikil spenna var í loftinu þegar reykelsisilmurinn fyllti vit mín, og skömmu seinna steig 67 ár gyðingurinn á sviðið, í fyrsta skipti sem löggilt gamalmenni á íslenskan mælikvarða.


Stuck Inside if Mobile


Ekki sú byrjun sem ég vonaðist eftir. Flutningur þess síðustu árin hefur ekki verið að gera mikið fyrir mig, en ég gleymi ekki hversu skemmtilega það hrærði í mér árið 2000, og 1988 upptökunar eiga auðvitað sér hólf í mínu hjarta, en miðað við það var lagið ekki nema skugginn af sjálfu sér. Engu að síður þokkalegur opener, solid en ekkert aukalega.


Svona er lifið hvað um það


Á þessu mómenti hefði ég viljað standa við hlið Tróelsar.Auðvitað átti að bjóða honum upp á svið, manninum sem spilaði lagið óaðfinninlega með Savana og Þremur á palli. Sá einhver Tróels í audiensinu? Allavega var Bob að hitna. Skemmtilegar áherslur í söngnum og Denny og Donnie swinguðu.

Er þetta lag sönnun þess að Bob sé mesta ástarsorgarskáld síðustu aldar? Eða það mesta sem uppi hefur verið? Amk var lagið mikið spilað í Hafnarfirðinum í kringum 2002. Ætli lagið hafi hrært eins mikið í Hafnfirðingnum nú og það gerði þá, tók upplifunin á sig nýja mynd að fá þetta svona beint í æð eins og heróín? Sjálfur held ég mest uppá Freewhelin útgáfuna, sem ég spilaði sérlega mikið í kringum 1995, en minnist þess ekki að hafa verið í ástarsorg þá.

Bob kórónaði frábæran performans með munnhörfpuspili í lokin, Þetta jafnast þó aldrei við Parísar flutninginn 2002.


Levee´s Gonna Break


Á sínum stað í setlistanum eins og vanalega. Bandið sannaði hér að það getur rokkað. Veit ekki hvort ég naut lagsins betur í fyrra. Hugsa það, en þetta var gott trukk. Aðeins harðara, en það eru fáar víddir á þessu lagi, en það er enn að virka vel þó ég efist um að það muni virka mikið lengur.


Trying to get to Heaven


Sparilagið góða. Svo kærkomið. Ég elska þetta lag. En þessi nýja útsetning er ekki góð. Þetta upsinging er ljótur blettur á laginu. Þó lagið hafi ekki virkað eins vel á konsertum og áður, þá er það svo gott að maður naut þess næstum í botn. Átti svo sannarlega að vera hápunktur kvöldsins en var það því miður ekki.


Rollin & Thumblin


Smá blæbrigðamunur frá í fyrra. Kannski var lagið betra núna vegna þess að Denny er farinn að ná betri tökum á flöskuhálsinum. Enda var hann að spila þetta í 100. skipti. Búið að steypa lagið fast í prógraminu en samt virtist Bob njóta sín. Þetta var bullandi fílingur og Bob sendi áhorfendum skemmtileg svipbrigði og dillaði fætinum.


Nettie Moore


Lag sem maður vill alltaf heyra. Þolir endalausa spilun án þess að fölna. Frábær tilþrif í túlkun Bob. Sjaldan heyrt hann eins sannfærandi. Svona móment gera það að verkum að maður fær aldrei nóg af Bob.

1 Comments:

Blogger Hjalti said...

Jú, síðustu miðarnir voru seldir á tveirfyrireinn. Er það? Já. Djöfulsins svindl. Neinei mér finnst allt í lagi að leyfa fleirum að njóta. koma boðskapnum til sem flestra. En mér finnst þetta óréttlátt, ég sem er búinn að eyða minnst tvöhundruðþúsundkalli í bobbdillanmiða um ævina. Hey, Óli! Þessar stelpur hérna eru miklu framar en þú, þær eru greinilega miklu meiri aðdáendur. Já, ég veit. Maður leyfir nú yngra fólkinu að vera með líka. En hvernig er það Ólafur ertu að taka tónleikana upp? Já, ég er með upptökutæki. BIGGI! ÞEGIÐU!

9:11 AM  

Post a Comment

Subscribe to Post Comments [Atom]

<< Home