Monday, November 26, 2007

Litli kall strikes again


Loksins keypti ég mér ítölskunámskeið. Ákvað reyndar að byrja á að kaupa mér sjálfsnám með enskum leiðbeiningum. Retó bókin var að mér sýndist einungis á ítölsku og hefði verið gagnlaust að kaupa hana án orðabókar, en án hennar get ég mögulega verið þangað til ég hef lokið þessu grunnnámskeiði.


Já ég er aftur að fá áhuga á að tjá mig. Hef haldið samviskusamlega dagbók síðustu vikur en fæst úr þeim er birtandi hér.
En fyrst ég er byrjaður að birta innkaupalista, þá verð ég aðeins að grobba mig yfir að hafa náð í diskinn 'Pebbles and Ripples' með Bonnie Prince Billy og Brightblack. Þetta er reyndar fyrirhuguð gjöf þar sem ég er forðast diskakaup en ég hef beðið óþreyjufullur eftir að heyra þetta verk , of lengi, svo ég stóðst ekki mátið. Afrita verkið og gef það síðan. Þess ber að geta að það kostaði 50 dollara og 10 var bætt við í sendingarkostnað, sem er eiginlega helming of mikið. Skiptir ekki, hlakka til, og hlakka líka til að blogga um það sem ég kaupi í framtíðinni. ´
Vonandi tussast svo pósturinn til mín í kvöld með nýja Bonnie Prince Billy vinylinn. Afsakið orðbragðið en ég hef verið að lesa Áhyggjudúkkur eftir Steinar Braga. Veit ekki hvað mér finnst um bókina. Hún eiginlega skiptist á að vera skemmtileg lesnig og að vera með mesta drasli sem ég hef lesið. Ætti þó að drullast til að klára hana áður en ég ber upp einhvern helvítis dóm.


2 Comments:

Blogger Hjalti said...

Svo að Bonnie er ekki kominn enn þá? Hann hlýtur bara að vera over the ocean (er ekki hafið einmitt hans skráða lögheimili? Allténd býr hann ekki í Feneyjum).

11:14 AM  
Anonymous Anonymous said...

jújú hann létt þetta flakka í flösku sem hann kastaði í hafið, þarna við bryggjuna í Feneyjum. Var farinn að óttast um að verkið hefði lent uppí Gaukshólum.

7:02 PM  

Post a Comment

Subscribe to Post Comments [Atom]

<< Home