Blindur svartfugl
Loksins ætla ég að miðla til þín róseminni sem ég þekki ekki nema í gegnum steinbarnið sem ég er að rembast við að fæða.
Svo ég reyni að anda, anda að mér kuldanum og elska að finna hann ganga niður eftir bakinu á meðan ég lít niður á borðplötuna en eygi ekkert nema óreiðuna sem samanstendur af ævisögum, strágulum og illa ydduðum blýantsstubbum, náttblindugleraugunum, japönskum postulínbolla, tónlistarstafla, ásamt hinu og þessu ósýnilega.
Á toppi staflans trónir frumburður Tinderstikksmanna en vinylplatan er enn ókomin frá útlöndum og veldur það mér einhverjum ónotum svo ég lyfti postulínbollanum og klára úr honum teið. Gretti mig.
Jurtate skaltu einungis hita við 47° í bökunarofni. Snarpheit suðublandan er ekki eins himnesk og þú heldur vegna þess að efnahvatarnir deyja í suðunni en sjálfur safna ég efnahvötum til að opna fyrir nýjar víddir í huganum sem sýna mér að tíminn er dásamlegur ilmur af fjölærum drekajurtum.
Veikur maður dásamar jurtirnar en forðast að líta á klukkuna, gengur heldur andsælis í hringi til að raska ekki róseminni sem hefur smogið sér andartak hingað til mín og hrakið djöful sjötta himins út í tómið.
Rósa kemur oftar með árunum og biður mig fallega um að miðla sér til þín. Hún er næstum eins og blómaskreytti postulínbollinn, svo sorglega brothætt en ofan í honum spái ég í ljóðrænt litaspilið í hringbylgjunum eftir ólguflæðið og djöful sjötta himins sem ég fæ einungis séð í gegnum blindugleraugun í baksýnisspeglinum.
Hann setur frumburð Tinderstikksmamma af stað.
Tónlistin fyllir rýmið á meðan ég spegla mig í baksýnispeglinum, og dilli mér eftir takti þeirra óskipulögðu sem einn getur í senn verið bæði allt og ekkert vegna þess að hann segir að ég sé óskilgetinn sonur vafurlogans af fyrra hjónabandi sem ætlar að vefja frásögnina saman við tónlistina í sinfóníu hugaróranna.
Ógnvekjandi afkvæmi hugaróranna el ég í gogghvössum fuglum sem fljúga hærra en ótakmarkað hugvit mig leyfir. Nú er ég blindfugl en áðan var ég svartfuglinn sem flaug með órana inn í postulínið og breiddi þá yfir leifarnar af japanska bollanum þínum.
Tónlistin er ekki viss hvort hún sé hún sjálf eða hugarfóstur hugsanlegra snillinga og unaðslega tilbreytingasnautt sönglið er kámugt af veruleika skuggaveranna sem eru að hella sér yfir augnlokin á mér um leið og hryglukenndar stunur söngfuglsins leysast upp í þögninni.
Ofan í þögninni er ég blindfugl/svartfugl á sveimi innan í muggunni, handan sjálflýsandi tilveru klámstjarnanna sem kunna að töfra til þín þessu sem sögunni tókst ekki að miðla.
-------------------------------------------------
Dai rokuten no Mao - Djöfull sjötta himins - hinn ógurlegasti og voldugasti djöfull sem getið er um í indverskum og búddhískum fræðum. Hann dvelur í hinum efsta himni af sex himnum heims ástríðna og nýtur þess að stjórna öðrum til að koma fram vilja sínum. Líta má á hann sem tákn fyrir valdagræðgi. Nichiren Daishonin útskýrir þennan djöful sem grundvallarmyrkvun sem lífinu er ásköpuð.
Svo ég reyni að anda, anda að mér kuldanum og elska að finna hann ganga niður eftir bakinu á meðan ég lít niður á borðplötuna en eygi ekkert nema óreiðuna sem samanstendur af ævisögum, strágulum og illa ydduðum blýantsstubbum, náttblindugleraugunum, japönskum postulínbolla, tónlistarstafla, ásamt hinu og þessu ósýnilega.
Á toppi staflans trónir frumburður Tinderstikksmanna en vinylplatan er enn ókomin frá útlöndum og veldur það mér einhverjum ónotum svo ég lyfti postulínbollanum og klára úr honum teið. Gretti mig.
Jurtate skaltu einungis hita við 47° í bökunarofni. Snarpheit suðublandan er ekki eins himnesk og þú heldur vegna þess að efnahvatarnir deyja í suðunni en sjálfur safna ég efnahvötum til að opna fyrir nýjar víddir í huganum sem sýna mér að tíminn er dásamlegur ilmur af fjölærum drekajurtum.
Veikur maður dásamar jurtirnar en forðast að líta á klukkuna, gengur heldur andsælis í hringi til að raska ekki róseminni sem hefur smogið sér andartak hingað til mín og hrakið djöful sjötta himins út í tómið.
Rósa kemur oftar með árunum og biður mig fallega um að miðla sér til þín. Hún er næstum eins og blómaskreytti postulínbollinn, svo sorglega brothætt en ofan í honum spái ég í ljóðrænt litaspilið í hringbylgjunum eftir ólguflæðið og djöful sjötta himins sem ég fæ einungis séð í gegnum blindugleraugun í baksýnisspeglinum.
Hann setur frumburð Tinderstikksmamma af stað.
Tónlistin fyllir rýmið á meðan ég spegla mig í baksýnispeglinum, og dilli mér eftir takti þeirra óskipulögðu sem einn getur í senn verið bæði allt og ekkert vegna þess að hann segir að ég sé óskilgetinn sonur vafurlogans af fyrra hjónabandi sem ætlar að vefja frásögnina saman við tónlistina í sinfóníu hugaróranna.
Ógnvekjandi afkvæmi hugaróranna el ég í gogghvössum fuglum sem fljúga hærra en ótakmarkað hugvit mig leyfir. Nú er ég blindfugl en áðan var ég svartfuglinn sem flaug með órana inn í postulínið og breiddi þá yfir leifarnar af japanska bollanum þínum.
Tónlistin er ekki viss hvort hún sé hún sjálf eða hugarfóstur hugsanlegra snillinga og unaðslega tilbreytingasnautt sönglið er kámugt af veruleika skuggaveranna sem eru að hella sér yfir augnlokin á mér um leið og hryglukenndar stunur söngfuglsins leysast upp í þögninni.
Ofan í þögninni er ég blindfugl/svartfugl á sveimi innan í muggunni, handan sjálflýsandi tilveru klámstjarnanna sem kunna að töfra til þín þessu sem sögunni tókst ekki að miðla.
-------------------------------------------------
Dai rokuten no Mao - Djöfull sjötta himins - hinn ógurlegasti og voldugasti djöfull sem getið er um í indverskum og búddhískum fræðum. Hann dvelur í hinum efsta himni af sex himnum heims ástríðna og nýtur þess að stjórna öðrum til að koma fram vilja sínum. Líta má á hann sem tákn fyrir valdagræðgi. Nichiren Daishonin útskýrir þennan djöful sem grundvallarmyrkvun sem lífinu er ásköpuð.
2 Comments:
Hef sett heimademóupptökur inná myspace.com/thorgillonmusic og inná rokk.is
Þetta er alltsaman alveg æðislegt
Birgir
Post a Comment
Subscribe to Post Comments [Atom]
<< Home