Algjört Dylan-bindindi fyrir tónleika
Sigurjón Þór Friðþjófsson, aðdáandi Bob Dylan númer eitt á Íslandi, bíður spenntur eftir komu goðsins til landsins.
Sama segir Birgir Már Hannesson Dylan aðdáandi númer tvö á Íslandi,, ef taldar eru tónleikaferðir á meistarann.
Við beitum samt ólíkri taktík að því leyti að ég er með enga stæla. Ekkert Dylan bindindi, enda er ég að hlusta á tónleikana frá því í gær á Nýfundnalandi, sullandi í bjór og borðandi saltstangir.
Bob er í góðum gír og sömu sögu má segja um Ljónharð Kóen, en fyrstu tónleikaupptökurnar með honum voru að leka á netið. Eiginlega er Kóen í það góðum gír að í fyrsta skipti svo ég muni, þá trúði ég varla mínum eigin eyrum.
Það sem maður óttaðist var að kallinn gæti þetta ekki lengur og eiginlega pantaði ég mér miða í Manchester óperuna einungis formsins vegna,,, krosslagði fingur og vonanði nú að þetta yrði amk ekki slæmt. Grunaði að hann notaði kannski Dear Heather aðferðina, sem fælist þá meira í upplestri en söng. Allt annað hefur komið á daginn og fullyrði ég að hann syngur betur en í tónleikatúrnum sem hann hélt 1993.
Svo að Tom Waits, en miðasala á Edinborgartónleikana hefst á þriðudag kl 9. Ennþá eru til miðar á alla tónleikana í Milano og í bandaríkjunum er einungis uppselt á þrjá. Menn eru undrandi yfir þessum dræmu viðtökum sem skýrast mögulega af himinháu miðaverði og undarlegum tónleikastaðsetningum. En Tom á mikið fylgi í bretlandi og á ég von á að Edinborgarmiðarnir rjúki út á korteri. En bölvandi þessu miðaverði sem ég get hugsanlega samþykkt að jaðri við okur. Þá myndi maður spyrja hvort maður vilji A: sjá Tom Waits í Þjóðleikhúsinu fyrir 12.000kr eða í Egilshöllinni fyrir 6.000? Ég er A maður þó svo hvorugur kosturinn sé í boði.
Sama segir Birgir Már Hannesson Dylan aðdáandi númer tvö á Íslandi,, ef taldar eru tónleikaferðir á meistarann.
Við beitum samt ólíkri taktík að því leyti að ég er með enga stæla. Ekkert Dylan bindindi, enda er ég að hlusta á tónleikana frá því í gær á Nýfundnalandi, sullandi í bjór og borðandi saltstangir.
Bob er í góðum gír og sömu sögu má segja um Ljónharð Kóen, en fyrstu tónleikaupptökurnar með honum voru að leka á netið. Eiginlega er Kóen í það góðum gír að í fyrsta skipti svo ég muni, þá trúði ég varla mínum eigin eyrum.
Það sem maður óttaðist var að kallinn gæti þetta ekki lengur og eiginlega pantaði ég mér miða í Manchester óperuna einungis formsins vegna,,, krosslagði fingur og vonanði nú að þetta yrði amk ekki slæmt. Grunaði að hann notaði kannski Dear Heather aðferðina, sem fælist þá meira í upplestri en söng. Allt annað hefur komið á daginn og fullyrði ég að hann syngur betur en í tónleikatúrnum sem hann hélt 1993.
Svo að Tom Waits, en miðasala á Edinborgartónleikana hefst á þriðudag kl 9. Ennþá eru til miðar á alla tónleikana í Milano og í bandaríkjunum er einungis uppselt á þrjá. Menn eru undrandi yfir þessum dræmu viðtökum sem skýrast mögulega af himinháu miðaverði og undarlegum tónleikastaðsetningum. En Tom á mikið fylgi í bretlandi og á ég von á að Edinborgarmiðarnir rjúki út á korteri. En bölvandi þessu miðaverði sem ég get hugsanlega samþykkt að jaðri við okur. Þá myndi maður spyrja hvort maður vilji A: sjá Tom Waits í Þjóðleikhúsinu fyrir 12.000kr eða í Egilshöllinni fyrir 6.000? Ég er A maður þó svo hvorugur kosturinn sé í boði.
0 Comments:
Post a Comment
Subscribe to Post Comments [Atom]
<< Home