Monday, December 31, 2007

eða Póesíbók númer eitt komma tvö



HSAE er að verða meiri næturhrafninn, en ég tek undir með Hugusnum um að það sé helvíti fínt að spjalla við hann á nóttunni. Reyndar gæti allt eins farið að aukavaktakóngurinn snúi aftur innan skamms, ekki slæmur titill á hasarmynd; Aukavaktakóngurinn snýr aftur. Bíð þá ekki boðana og geng frá sófadagakerfinu undir eins.


Missti svo reyndar af skáldaspíruþætti Gillons, en karlfauskurinn var ekki mikið að ómakast í að láta mig vita. Sendi Benna skeyti en varð fyrir vonbrigðum:


> Góðan dag!>> Því miður missti ég af upplestri Gísla Þórs Ólafssonar á> skáldaspírukvöldinu í gær. Mun Gísli lesa upp við fleiri tækifæri nú fyrir jólin?>> Kær kveðja,> Birgir


Svar:


Sæll, nei ekki í bili. En trúlega með næsta vori... kv. Benedikt



Benedikt S. Lafleurhttps://webmail.hi.is/src/compose.php?send_to=lafleur%40simnet.isHÓlmaslóð 4,101 Reykjavikgsm: 659-3313


http://www.lafleur.is/


http://www.ermasund.is/


http://www.sahajayoga.is/


Nenni samt engan veginn að óska landsmönnum árs og friðar, það eru nóg af fólki í því, ætla heldur ekki að gera árið upp, né strengja nein heit til að svíkja.


Maður má ekki flétta einu einasta blaði þessa daga án þess að sjá lista yfir bækur og plötur ársins. Reyndar voru þrír listamenn svo elskulegir að senda mér verk eftir sig í eigin persónu. Þar á meðal áður nefndur Gísli þór Ólafsson; Aðbókin, Gyrðir Elíasson: Sandárbókin og Will Oldham: Bonnie 2007, 7tomma með tveimur söngvum.


Talandi um plötur ársins, get ég ekki annað en vorkennt því fólki sem vinnu sinnar vegna verður að hlusta á allt þetta drasl sem reynt er að lokka alþýðuna til að kaupa. Mér verður hugsað til tónleikana á Miklatúni sem ég sá sjónvarpað í nótt, en ég kveikti þegar hið skelfilega band Sprengjuhöllin stóð á sviðinu. Þó marg ég hafi séð, minnist ég varla að hafa séð annan eins viðbjóð og þetta band, dettur amk ekkert verra í hug í fljótheitunum, kannski vegna þess að ég er enn ekki farinn að ná mér. Bið ég þá frekar um Val Gunnarsson, jafnvel Kristjánsson, einan með gítarinn. Hér kemur þó listi yfir allar þær plötur sem komu út á árinu og ég hef lagt eyra að, ásamt stjörnugjöf í kaupbæti og notast ég við fimmstjörnu skalann.


Will Oldham: Ask forgivness ***1/2


Iron and Wine: Shepheard´s dog ****


Megas: Frágangur ****


Megas: Hold er Mold ****


Scout Niblett: This fool can die now **


Neil Young: Chrome dreams2 ****


Patti Smith: 12 ***


-----------------


Tónleikar ársins:


Bob Dylan: Wembley ***1/2

Bob Dylan Wembley ***1/2


Bob Dylan Birmingham *****


Mannfred Mann: Gravesend *1/2


Will Oldham: Milano ****


Bob Dylan: Genf ****


Bob Dylan: Torino ***1/2


Bob Dylan: Assago ****1/2


Will Oldham: Feneyjar ****


Bob Dylan: Leipzig ***1/2


Bob Dylan: Berlin ***


Megas: Laugardalshöll ****


Kim Larsen: Vodafonehöll ****


Gæti reyndar verið að ég hafi séð fleiri tónleika og hlustað á fleiri nýútgefin hljómverk en þessi listi segir til um. Það hefur þó ekki verið það merkileg að ég muni eftir því.


Jæja nú eru tólf klukkustundir síðan ég mætti hingað á Holtaveg og er bara nokkuð sáttur við að vera vakna hérna í staðinn fyrir vera opna augun eftir eitthvað vibba Hvebba djamm, þurfum við að ræða það eitthvað, enda er verð ég kominn til Mílanó eftir, bíddu nú við, sjö, níu nei það eru þrettán dagar, þangað til.

ps. Til heiðurs Sölva hefst engin setning í þessari færslu á samtengingu.







2 Comments:

Blogger Hjalti said...

Verklok taka öllum vibba hvebba djömmum fram. Á nýársdagsmorgun stóð ég við stimpilklukkuna með Þrestinum, hvar við mættum þriðja næturvaktastarfsmanninum, líklega af deild 13 (nafnið kann ég ekki, en hann var of glaðlegur til að þetta gæti hafa verið hundamaggi). Maðurinn hóf upp raust sína þegar hann sá okkur og sagðist hafa verið búinn að vinna í sextán og hálfan tíma, og hið sama átti við um okkur báða. Það var eitthvað fallegt við þessa stund, þetta voru menn sem skildu hverjir aðra heitt og innilega.

Annars vona ég að Gillon sé að lesa, og vil því segja: Kondu og taktu túr til Reykjavíkur. Kondu kondu kondu kondu kondu kondu kondukondukondukondukondukondukondu.

5:58 PM  
Anonymous Anonymous said...

já spurning hvort Gillon lesi. Synd að það séu ekki fleiri en sauðkræklingar sem njóta krafta mannsins á tónlistarsviðinu. Grunar reyndar að hann eigi stærri aðdáandahóp hér syðra en maður getur verið ánægður með að kallinn sé ekki að elta einhverja gullgæs heldur gerir bara það sem honum sýnist. Þannig á að auðvitað að vera.

8:36 PM  

Post a Comment

Subscribe to Post Comments [Atom]

<< Home