Sunday, June 01, 2008

Aukavaktakóngurinn snýr aftur

Væri mun meiri stíll yfir þessu ef aurasálin hefði ekki hlaupið undan merkjum. Jæja ég er ekki saklaus í þessu tilfelli heldur. En það góða er að minni samkeppni verður um aukahítuna. Miðnætursólarsumarið 2007 var líklega eini tíminn sem við náðum eitthvað saman. Eða átti ég að segja að við höfum átt okkar stundir inni á geðveikrahælinu?

Bravó, bravisómó!!

Ég bið að heilsa þér

mússí mússí

Hendi umfjöllun um Bob hingað inn fljótlega.

9 Comments:

Anonymous Anonymous said...

Við sjálft liggur að maður klökkni. Var reyndar búinn að lofa því að ég skyldi kíkja í hakkbollur eitthvert kvöldið í sumar, ekki amalegt að græða kvöldmatinn, og kannski verður rabarbarasulta boðin með. Spurning með piparkökurnar. En áttu við að skiptið þegar við tókum Visions of Johanna fyrir morgunvaktina hafi í raun verið einhvers konar samband? Bið að heilsa listmálurum, húsbílaeigendum, flaggskipum, antabushnátum, breiðhyltingum, skáldkonum, störukeppendum, Dostojevskí-aðdáendum, hestum og fransmönnum og svo náttúrlega Hugusnum. Kveðja, Aurasálin.

8:48 AM  
Anonymous Anonymous said...

Ljóðið er fundið

10:11 AM  
Anonymous Anonymous said...

ekki kálfhólsingum? En annars mæli ég frekar með að þú lítir í kjötbrauðið fræga þegar undirritaður og mögulega erfinginn (þe kjötbrauðsins), verða saman á kvöldvakt.

Þessi sýn Jóhönnu jafnast mögulega við stundina frægu við Sófarið. Spurning um að yrkja um hana ljóð.

4:35 PM  
Blogger Hjalti said...

Auðvitað skaltu bera Kálfhólungnum kveðju mína, hvernig læt ég, er bara farinn að gleyma mikilvægustu persónum. Mér finnst að næsti ljóðabálkur Gillons eigi að vera nútímaleg endursköpun á rímnaflokkum Sigurðar Breiðfjörðs og Snorra á Húsafelli. Þar gætu Jóhönnuraunir (sýnir) og grænlenskir ísbirnir komið við sögu. Brennandi málefni fyrir samtímann, sem sagt.

6:31 AM  
Anonymous Anonymous said...

Ísbjarnablús,,, er það ekki fullnotað?

3:16 PM  
Blogger Hjalti said...

Hver veit nema einhverjir ísbirnir hafi orðið vitni að því er skáldið og músan nutu ásta á Norðurpólnum í engu nema vettlingum.

10:08 AM  
Anonymous Anonymous said...

Spurning með Ísbjarnarveiðar.

11:57 AM  
Anonymous Anonymous said...

Hjalti þú gleymir því auðivitað að ljóðið heitir 'Ást á Suðurpólnum'. En vissulega veistu manna best að þar er enga ísbirni að finna. En væri snilld ef hægt sé að semja annað ljóð hliðstætt , 'Ást á Norðurpólnum' þar sem ísbirninrnir kæmu inn fyrir mörgæsirnar.

1:20 AM  
Anonymous Anonymous said...

í öllu nema ullarsokkum kannski

1:27 AM  

Post a Comment

Subscribe to Post Comments [Atom]

<< Home