Friday, June 06, 2008

Ást á norðurpólnum

Hve oft
ætli ísbirnir
hafi séð þig
sveitta ofan á mér
er við nutum ásta
á norðurpólnum
í engu nema vettlingum
-----
bmh og hsae snéru útúr ljóði gþó

4 Comments:

Blogger Hjalti said...

ÁST Í ÁSTRALÍU

Hve oft
ætli kengúrur
hafi séð þig
sveitta ofan á mér
er við nutum ásta
í Ástralíu
í engu nema vettlingum

9:49 AM  
Anonymous Anonymous said...

Ást á Króknum

Ætli Geirlaugur sé nú að horfa á
þig sveitta ofan á mér
er við njótum ásta
á Króknum við Gerlauskilina
í engu nema vettlingum

fór
það þó svo að beðið væri um eitthvað með Nirvönu, frekar Krókinn, eða eitthvað annað gott með Sálinni. Þar var jafnan komið að tómum kofanum hjá mér, enda eru þvergripin hans Gummajóns fingrafimi minni um megn

11:11 PM  
Anonymous Anonymous said...

Einn tónn hjá Stebba gerir stundum mikið fyrir lagið, kemur því á annað svið. Það er erfitt að útskýra þetta. En það eru þessir nokkru tónar í "Into the Mystic" sem gera eitthvað mikið fyrir það lagið, auk túlkunar höfundar. En rithöfundur er spurður um áhrifavalda í bókmenntum. Hvað með áhrifavalda í tónlist? Að vera undir áhrifum frá Dylan og Megasi er ekkert til að skammast sín fyrir. Van er líka góður og sérstaklega góður í glæða lagi lífi með nokkrum óvæntum tónum. (Þetta komment var undir áhrifum frá athugasemdinni á undan og viðtali við Þórarinn Eldjárn í Lesbókinni. Auk þess hefur "höfundur" þessarar athugasemdar verið að pæla í áhrifavöldum og fannst viðtalið helvíti gott með hliðsjón að því).

3:40 AM  
Anonymous Anonymous said...

Til útskýringar vil ég taka það fram að þeir sem flokkast sem tónlistarmenn geta líka verið skáld og þannig haft áhrif á menn sem flokkast sem rithöfundar.

3:42 AM  

Post a Comment

Subscribe to Post Comments [Atom]

<< Home