Thursday, November 27, 2008

á bekknum talaði skáld

Nú er það svart.

Ég hélt að ég ætti aldrei eftir að sjá Eyvind Karlson koma ríðandi á flóðhesti útaf Kaffi Rósenberg í grenjandi byl og stórhríð, um kolniða nótt.

Eftir góðærið koma timburmennirnir og negla og saga í hausinn á þér. Sjálfur er ég ferðbúinn. Búinn að dæla á mynkörfutækið (þó ég geti bara dælt fyrir þúsundkall). Enginn sérstakur áfangastaður. Bara brauðristin í skottinu, svo þetta verðum ég og þú og samræðulistin. Reyndar er diskur með Járn&Víni í spilaranum, ef ske kynni að upp kæmu vandræðalegar þagnir.

bmh says: en bara ef skógarþrestir mega horfa.

1 Comments:

Blogger Hjalti said...

Hve oft ætli skógarþrestir
hafi séð þig sveitta ofan á mér
er við nutum ásta í norskum skógi
með ekkert nema Járn og Vín í tækinu?

6:59 AM  

Post a Comment

Subscribe to Post Comments [Atom]

<< Home