Saturday, November 15, 2008

Mér þykir góður ruddi, segir hann Tuddi



Það var orðið áliðið þegar ég gekk aftur heim í selið. Áfengisglaðar raddir bárust frá svölum blokkarinnar þar sem fólkið stóð saman í þyrpingu og óf ósýnilegan hljóðvef til að lengja aðeins í einmanaleika nágrannans.
Dyrnar út á pallinn voru opnar ef ske kynni að einhvern gest af Moe´s bar vantaði gistingu, en því var vitaskuld ekki að heilsa, þó maður hefði feginn þegið félagskapinn þá fagnaði ég í laumi því að hafa þó plötusafnið óáreitt, um stundarsakir amk.

Ég var að hugsa um hljómsveitna Matching Mole, en nú er svoleðis framúrstefnumúsík orðin gamaldags og það að vera gamaldags er orðið framúrstefnulegt.


Áðan rak ég loppuna í Thule dós sem ég átti undir borði, opnaði hana og fékk mér nokkra sopa. Áhrifin af ölinu leiddu hugann að hálfkláraðri smásögu sem ég á í stílabók um listamann sem málar tré.

Enn heyrast skellir frá nágrönnunum þegar ég fer út á pallinn minn góða til að sýna umheiminum þakklæti með framkreistu smæli.

Í kvöld pantaði ég báðar Matching Mole plötunar á vinyl. Aðallega sökum þess að það er ætlast til um að til sé moldvarpa fyrir sérhvern akur. Bráðum verða því tvær fyrir minn, tvær fyrir einn, en hinn helminginn vantar, vegna þess að ég reyndi að helminga okkur en þá pössuðum við ekki saman, þangað til þú sagðir mér að þetta hefði ekkert með stærð að gera. Vegna þess varstu líka reið því að ég braut gleraugun þín.

Í kvöld koma konur niður gardínurnar.

1 Comments:

Anonymous Anonymous said...

Þetta er viðburðaríkt.

5:13 AM  

Post a Comment

Subscribe to Post Comments [Atom]

<< Home